Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 11:48:32 (432)

2000-10-12 11:48:32# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., Flm. SvanJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[11:48]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þau orð hv. þm. Sighvats Björgvinssonar að vissulega er mikilvægt að viðkomandi ráðherrar séu í salnum og taki þátt í umræðum þegar um stórmál er að ræða. Þess vegna væri æskilegt að kannað yrði hvort hæstv. utanrrh. getur komið og tekið þátt í umræðunni, bæði um þetta mál og það mál sem næst er á dagskrá. Ég vil hins vegar geta þess að hæstv. iðn.- og viðskrh. ætlar að koma og taka þátt í umræðu um það mál, þ.e. um fjárfestingu erlendra aðila, og ég vænti að henni verði gert viðvart þegar það mál er að koma á dagskrá til þess að hún geti komið strax er umræðan hefst. En varðandi utanrrh. þá vænti ég í ljósi þess sem hér hefur komið fram að hann komi ef hann á þess nokkurn kost.