Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 11:56:50 (439)

2000-10-12 11:56:50# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[11:56]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti hefur hlýtt á athugasemdir hv. þm. en vill árétta að við þessu verður lítið gert á yfirstandandi fundi. Þetta er því miður gömul saga og ný og vandamál í starfsháttum þingsins og verður vafalaust rætt eins og hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir nefndi á fundum forseta fljótlega, eins og raunar oftsinnis hefur verið gert áður.

Forseti vill hins vegar geta þess að hann mun nú freista þess að halda áfram umræðu um þau dagskrármál sem umræða er hafin um og vill vekja á því athygli að frsm. hefur þegar lokið ræðu sinni. Fjórir hv. þm. eru á mælendaskrá og vilja nýta rétt sinn til að taka þátt í þeirri umræðu og forseti vill gefa þeim kost á þeim rétti sínum.