Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 14:59:25 (477)

2000-10-12 14:59:25# 126. lþ. 9.6 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., LB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[14:59]

Lúðvík Bergvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er einn af þeim sem flyt þetta mál með hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur. Ég tek undir með henni hvað varðar þá kröfu að umræðunni verði frestað. Ég vil enn fremur taka undir með hv. þm. sem hefur lýst því yfir að samskiptin við viðskrh. undanfarna daga hafa verið til mikillar fyrirmyndar. Ég held að aðrir ráðherrar mættu taka hana til fyrirmyndar að því er varðar samskipti við þingið.

[15:00]

Málið sem við ræðum hér sérstaklega er stórt. Það er verið að brjóta í blað, þ.e. það er verið að leggja til opnun á fjárfestingum í stærstu atvinnugrein okkar og ég held að það sé mjög mikilvægt að hæstv. utanrrh. verði viðstaddur þessa umræðu, geti sett fram sín sjónarmið og kannski staðið fyrir því sem hann hefur sett fram í ræðu hér áður. Virðulegi forseti. Ég vil því taka undir þá kröfu að á þessari stundu verði umræðunni frestað.