Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 18:42:25 (591)

2000-10-16 18:42:25# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[18:42]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því aðeins ef það er eitt mesta áhyggjuefni hæstv. sjútvrh. að Samfylkingin standi að þessu. Það segir okkur að það er Samfylkingin sem rekur það áfram að einhvers konar sátt náist í málinu á þeirri forsendu að menn greiði fyrir aðganginn að auðlindinni. Það er alveg ljóst að Samfylkingin stendur heils hugar að baki álitinu. Ég verð að segja, virðulegi forseti, að áhyggjur sjútvrh. eru algerlega ástæðulausar.