Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 18:56:56 (599)

2000-10-16 18:56:56# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., Flm. SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[18:56]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Mig langar að bera fram spurningu, herra forseti. Mér finnst áhugavert að reyna að átta mig á því hvort hv. þm. sjái engan mun á framsali réttinda sem eru tímabundin, eins og gert er ráð fyrir í því stjórnarskrárákvæði sem lagt er til, og ríkjandi ástandi. Sér hann engan mun á framsali réttinda sem kunna að koma til fyrir uppboð eða því ástandi sem er í dag? Að þessu samandregnu, herra forseti: Sér hann þá engan mun á þessu stjórnarskrárákvæði um þjóðareign sem lúta mundi ákveðnum skilmálum, m.a. afmörkun í tíma og gjaldtöku, þ.e. á stöðu mála þegar slík tilhögun væri komin á, og þeirrar stöðu sem er í dag?