Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 19:36:07 (612)

2000-10-16 19:36:07# 126. lþ. 10.8 fundur 25. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (fiskiðnaður) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[19:36]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit svo sem ekki hvaða tilgangi þessi umræða þjónar öðrum en að tefja þingfund. Satt best að segja má vel vera að ég hafi ekki talað nægilega hægt áðan. Kannski er það ástæða þess að hv. þm. kemur hér upp aftur og aftur og heldur fram sömu viðhorfum sem hafa ekkert með veruleikann að gera. En svo ég segi það mjög hægt og skýrt í eitt skipti fyrir öll þá var auðlindanefnd ekki ætlað að fjalla um auðlindir eða verðmæti í einkaeign. Þegar af þeirri ástæðu var ekki fjallað um það sem hv. þm. hefur gert hér að umtalsefni aftur og aftur. Það er eins og að berja höfðinu við stein að fara yfir þessi mál.

Virðulegi forseti. Ég sé ekki að frekari umræða þjóni nokkrum tilgangi.