Uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs

Þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 18:00:08 (689)

2000-10-17 18:00:08# 126. lþ. 11.11 fundur 12. mál: #A uppsagnir eða mismunun í starfi vegna aldurs# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 126. lþ.

[18:00]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sammála því að það þarf að breyta hugsunarhættinum og það er erfitt að eiga við einstaklinga sem eru með eigin rekstur. En verður ekki sá sem er með rekstur og ætlar að segja upp starfsmanni að hafa ríka ástæðu til þess, ekki aðeins að verið sé að rýma fyrir yngra fólki? Það þarf að vera einhver önnur ástæða fyrir því. Auðvitað er sjálfsagt að losa sig við óhæfa starfsmenn. Ég tek undir það. Það er örugglega ekki það sem er verið að hugsa um með þessari þáltill. en meðan starfsmaður sinnir starfi sínu af dyggð á að sjálfsögðu ekki að segja honum upp vegna þess að hann er kominn á fertugs- eða fimmtugsaldur.