Skipun hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 13:49:07 (710)

2000-10-18 13:49:07# 126. lþ. 13.1 fundur 32. mál: #A skipun hæstaréttardómara# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[13:49]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. sagði í stólnum áðan að störf hæstaréttardómara krefðust yfirburðaþekkingar. Um það ætla ég ekki að deila við hæstv. dómsmrh. en að það þýði að ekki eigi sérstaklega að höfða til kvenna í auglýsingum um slík störf þykir mér, hv. þingmenn, algerlega óskiljanlegt. Ég bara skil ekki hvernig kvenkyns hæstv. dómsmrh. getur látið svona fávisku út úr sér. Ég ætla að minna ykkur á það kæru félagar, hv. þingmenn, að í næstu viku eru liðin 25 ár frá kvennafrídeginum á Íslandi og við erum ekki komin lengra en þetta.