Skipun hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 13:53:39 (714)

2000-10-18 13:53:39# 126. lþ. 13.1 fundur 32. mál: #A skipun hæstaréttardómara# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[13:53]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Til viðbótar því sem hér hefur komið fram langar mig að beina einni spurningu til hæstv. dómsmrh. Hún er þessi: Telur dómsmrh. að upp gæti komið sú staða í Hæstarétti Íslands að vegna tengsla Árna Kolbeinssonar við samningu ákveðinnar löggjafar og þess sem hann hefur þar lagt til mála á undanförnum árum, þá gæti hann talist óhæfur við að dæma í málum sem sneru að sömu löggjöf?