Umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 14:08:49 (720)

2000-10-18 14:08:49# 126. lþ. 13.2 fundur 39. mál: #A umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., LMR
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[14:08]

Lára Margrét Ragnarsdóttir:

Herra forseti. Ég var formaður nefndar um umferðaröryggismál sem umferðaröryggisáætlunin til ársins 2001 tekur til og sem hv. þm. og fyrirspyrjandi Steingrímur J. Sigfússon átti einnig sæti í og við áttum einstaklega góða samvinnu.

Þrátt fyrir að þau markmið sem sett voru á sínum tíma um að fækka alvarlega slösuðum og látnum niður í 200 manns þá langar mig til að benda á að við höfum enn ekki náð því markmiði, við erum örlítið yfir því markmiði og ástandið er enn þá algjörlega óásættanlegt. Þetta var mjög varlega gerð áætlun á þeim tíma. En í þessu sambandi langar mig líka til að geta þess að í ár hefur þeim tilvikum fækkað þar sem banaslys hafa orðið. En það er sorglegt og jafnframt viðvörun um að enn hafi ekki nóg verið að gert að fjöldi látinna í hverju slysi hefur aukist. Ég vænti þess að umferðaröryggisáætlun sjái dagsins ljós á næsta ári og að betri framkvæmd náist fram en verið hefur hingað til og við munum vera í stöðugri endurskoðun eins og verið hefur.