Umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 14:11:37 (722)

2000-10-18 14:11:37# 126. lþ. 13.2 fundur 39. mál: #A umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., SvH
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[14:11]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það ríkir vargöld á íslenskum vegum. Hér um bil enginn allra ökumanna, hér um bil enginn hlýðir þeim lagafyrirmælum sem um hraðakstur gilda.

Hæstv. dómsmrh. tilkynnti um átak í þessum efnum á sl. sumri með myndaseríum og fundahöldum og ætlaði að fjölga um fjóra bíla í landinu til þess að herða eftirlit. Ég veit ekkert hvað hefur orðið af því. Ég lagði til opinberlega að fjölgað yrði um 30 bíla og tryggingafélögin látin borga helminginn af kostnaðinum.

Hér er allt eftir að vinna af því sem lífsnauðsynlegt er ef þessi ófarnaður á ekki að halda áfram að vera við lýði. Og við væntum þess að hæstv. ráðherra komi með eitthvað fleira en pappírsgögn eða pappírslögregluþjóna til að sinna þessum lífsháskamálum.