Hlutverk ríkislögreglustjóra

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 14:24:46 (727)

2000-10-18 14:24:46# 126. lþ. 13.3 fundur 86. mál: #A hlutverk ríkislögreglustjóra# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[14:24]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég tek undir áhyggjur með hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni um þetta ,,monster`` sem er að verða úr embætti ríkislögreglustjóra og átti bara að verða lítið samræmingarembætti en bólgnar nú út um hundruð milljóna króna á ári. Fari svo sem horfir, herra forseti, þá verðum við öll bara komin ofan í litlar skúffur á skrifstofu eða í húsakynnum ríkislögreglustjóra.

Herra forseti. Þetta er mjög alvarleg miðstýringarþróun sem hér er á ferðinni. Ég vil varpa þeirri spurningu fram til hæstv. dómsmrh.: Er ætlunin og er það stefnan að leggja niður löggæsluhlutverk sýslumannanna úti um allt land, eins og heyrist talað um, og fela það þessu bákni eða þessu ,,monsteri`` sem við erum að fá hér í embætti ríkislögreglustjóra? Er það ætlunin og hvernig standa þau mál?