Hrefnuveiðar

Miðvikudaginn 18. október 2000, kl. 15:23:17 (755)

2000-10-18 15:23:17# 126. lþ. 13.8 fundur 65. mál: #A hrefnuveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það kom hér fram að menn telja að hrefnustofninn sé kominn yfir 90% af hámarksstærð. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort vísindamenn hafi farið yfir það hvort þessi hámarksstærð geti ekki orðið miklu meiri núna þar sem menn eru farnir að skipta sér vísindalega af stærð allra stofna á Íslandsmiðum sem þýðir auðvitað að þeim stofnum sem bera uppi fæðuöflun fyrir hrefnuna er ævinlega haldið við og þeir auknir í takt við það sem hún étur og að í framtíðinni getum við þá átt von á því að hrefnustofninn, ef við byrjum ekki hvalveiðar, haldi áfram að stækka við Íslandsstrendur ef menn halda áfram að varðveita tegundirnar.

Síðan langar mig til þess að spyrja vegna þess að ég var skammaður fyrir það í umræðum um þetta mál í fyrra að hafa efasemdir um að til stæði að fara að veiða hvali: Hvenær verður það gert?