Umgengni um nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 11:47:09 (780)

2000-10-19 11:47:09# 126. lþ. 14.1 fundur 119. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[11:47]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Örstutt. Hv. þm. las rangt upp úr 1. mgr. 3. gr. Þar stendur, með leyfi hæstv. forseta:

,,Fiskistofa skal fylgjast með aflasamsetningu fiskiskipaflotans þannig að jafnan liggi fyrir sem gleggstar upplýsingar um aflasamsetningu skipa eftir stærð og gerð skips ...``

Hv. þm. las: ,,Fiskistofa skal fylgjast með aflasamsetningu fiskiskipa`` og svo lagði hann út af því að Fiskistofa hefði heimild til að fylgjast með einstökum skipum. Hún hefur það ekki, hún hefur eingöngu heimild til að fylgjast með öllum flotanum.