Áhrif lögfestingar stjórnarfrumvarpa á byggða- og atvinnuþróun

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 15:38:06 (835)

2000-10-19 15:38:06# 126. lþ. 14.12 fundur 103. mál: #A áhrif lögfestingar stjórnarfrumvarpa á byggða- og atvinnuþróun# þál., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[15:38]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er aðeins um eitt atriði sem hv. þm. Magnús Stefánsson vék að áðan. Það er auðvitað erfitt að fullyrða hver þróunin hefði verið hefðum við verið með öðruvísi stýrikerfi í fiskveiðunum. Ég tek undir það sjónarmið. En við getum einfaldlega ekki dregið aðrar ályktanir en af því kerfi sem við höfum í höndunum. Eins og hann réttilega gat um telur hann að kerfið sem slíkt hafi ákveðin áhrif, jafnvel til þess að fækka í byggðum eða myndi ákveðið óöryggi. Það er einfaldlega það sem ég held að fylgi þessu fiskveiðistjórnarkerfi okkar. Við getum ekki dregið af því ályktanir hvernig ástandið væri ef við hefðum verið með annað kerfi í höndunum og unnið eftir því á undanförnum árum. Þetta höfum við haft og af því hljótum við að draga ályktanir. Það er það sem við getum byggt á.