Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:16:52 (870)

2000-10-19 18:16:52# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., SÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:16]

Stefanía Óskarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tek alveg undir með menntmrh. að það er allt í ógurlega fínum gangi. Ég vil alveg sérstaklega vekja athygli á góðu starfi menntmrh. og dreg í efa þau stóru orð sem hafa verið höfð hér uppi fyrr í dag um að allt sé í miklum voða í menntamálum þjóðarinnar. Það er þvert á móti. Menntmrh. hefur verið alveg sérstaklega ötull við að endurskoða námsefni og námsefnisgerð og menntastefnu bæði eins og hún snýr að grunnskólum og framhaldsskólum og ekki síst háskólastiginu. Það er einmitt undir forustu hans sem við höfum séð mikla sókn í menntamálum.