Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:19:44 (873)

2000-10-19 18:19:44# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:19]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það kemur mér verulega á óvart að hv. 19. þm. Reykv. skuli bregðast svona við þessari tillögu sem hér er til umræðu. Ég hefði talið að hv. þm., sem er formaður jafnréttisnefndar Sjálfstfl., fagnaði svona tillögu. Auðvitað þarf að vinna að þessu á öllum stigum.

Ég ætla bara að minna á það að margar eru nefndirnar og ýmsar eru efndirnar í þeim efnum. Það þarf að búa að þessum málum. Það þarf að vinna að þessu snemma í skólakerfinu, í grunnskólanum, í leikskólanum. Ég minni á að lengi býr að fyrstu gerð. Þó svo að nefnd færi að vinna í þessum málaflokki, held ég að það ætti ekkert að trufla annað starf á vegum menntmrn. í jafnréttismálum sem er vissulega þarft. En að slá hendinni á móti góðri tillögu sem þessari um viðbótarstarf finnst mér alveg ótrúlegt af hv. þm., sérstaklega ef litið er til þeirrar stöðu sem hv. þm. gegnir í sínum stjórnmálaflokki.