Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:21:42 (875)

2000-10-19 18:21:42# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:21]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki séð að þetta andsvar hv. þm. bæti neinu við þessa umræðu eftir það sem ég sagði áðan. Það er vissulega þörf á að fara í þessa vinnu. Ég hefði haldið að hv. þm. hefði gert sér grein fyrir því, þar sem hún hefur unnið að jafnréttismálum, hefur unnið að kvenfrelsismálum og ég veit að hún þekkir vel til í þessum málaflokki. Hún veit að staðan er þannig að ekki veitir af að farið sé í víðtæka vinnu og það kannski á fleiri sviðum en þeim sem hv. þm. nefndi áðan í ræðu sinni. Og eftir því sem er meira unnið því meiri ætti nú árangurinn að verða, hefði maður haldið. Ég hefði því frekar talið að þetta væri ágætis viðbót við það sem verið er að gera í ráðuneytinu.