Kynbundinn munur í upplýsingatækni

Fimmtudaginn 19. október 2000, kl. 18:37:35 (882)

2000-10-19 18:37:35# 126. lþ. 14.16 fundur 123. mál: #A kynbundinn munur í upplýsingatækni# þál., Flm. HólmS
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur, 126. lþ.

[18:37]

Flm. (Hólmfríður Sveinsdóttir):

Herra forseti. Mig langar til að þakka fyrir þá umræðu sem hefur orðið um þessa þáltill. Ég vil líka segja að umræðan hefur í engu breytt þeirri skoðun minni að þetta mál sé mjög brýnt og það er mjög nauðsynlegt að setja á laggirnar slíkan vinnuhóp og breytir það engu þótt hv. 19. þm. Reykv. sitji í nefnd sem er að kanna svipaða hluti en þó alls ekki sömu hluti.

Ég vil líka segja að mér finnst dapurlegt að tvær konur úr stjórnarliðinu komi upp til að mæla þessu mót.

Samt sem áður þakka ég fyrir mjög góða, þarfa og málefnalega umræðu og vona og legg til að þetta fari til menntmn. og fái þar góða umræðu.