Löggæsla á Akranesi og í Borgarnesi

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:17:55 (902)

2000-10-30 15:17:55# 126. lþ. 15.1 fundur 62#B löggæsla á Akranesi og í Borgarnesi# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Mér kemur reyndar ekkert á óvart þó hv. þm. sé ekki ánægður með þessi svör. Það hefur reyndar verið svo yfir línuna hjá þingmönnum Samfylkingarinnar upp á síðkastið. Það er ekkert við því að segja. En það eru engin vandamál á þessu svæði. Ekkert hefur komið fram um að lögreglan þarna sinni ekki störfum sínum. Mjög margir koma þarna að, ellefu plús sjö lögreglumenn, eins og hv. þm. minntist á hér áðan. Menn eiga auðvitað að vinna saman í þessum liðum og skipuleggja sín mál og það er auðvitað undir þeim sjálfum komið. En að sjálfsögðu fylgist ég með því hvernig það gengur til og ef þarf að grípa inn í mun ég að sjálfsögðu gera það.