Fráveitumál sveitarfélaga

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:33:16 (915)

2000-10-30 15:33:16# 126. lþ. 15.1 fundur 64#B fráveitumál sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:33]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Ég tel að við séum ekki með nægjanlegar upplýsingar í höndunum til að skjóta einhverjum milljónum í þessar rannsóknir frekar. Við þurfum að skoða þetta mál miklu betur en svo en að hægt sé að svara því í óundirbúnum fyrirspurnatíma hvort við ætlum að setja einhverjar x milljónir króna í frekari rannsóknir. Við viljum fara yfir þessi mál og ég tel það mjög jákvætt og að sjálfsögðu, ef hægt er að spara í heildina, þá verður það gert. Við munum reyna að gera það og fá skilning hjá Evrópusambandinu fyrir því að hægt sé að fara út í ódýrari lausnir, ef það er rétt. En það er algjörlega ótímabært hér að nefna einhverjar upphæðir í frekari rannsóknir. Málið er ekki komið á það stig.