Flutningur á fjarvinnslustörfum út á land

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:39:47 (920)

2000-10-30 15:39:47# 126. lþ. 15.1 fundur 65#B flutningur á fjarvinnslustörfum út á land# (óundirbúin fsp.), KLM
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:39]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Sá hv. þm. sem stendur hér og verður vonandi þingmaður fyrir m.a. Ólafsfjörð næst hefur þau ráð á takteinum að flytja fjarvinnsluverkefni til Ólafsfjarðar, að ríkisvaldið fari að flytja fjarvinnsluverkefni út á land líkt og einkafyrirtækin hafa verið að gera. Dæmi um það er ágætur tilflutningur Kaupþings á fjarvinnslustörfum til Siglufjarðar. Það er nóg af tækifærum. En það þarf vilja hjá hæstv. ríkisstjórn en hann er ekki fyrir hendi.

Þetta er ekki nein árás á hæstv. iðnrh. Ég er að vitna hér í svar hæstv. iðnrh. þar sem fram kemur að þetta mál liggi í dómsmrn. og hæstv. iðnrh. segir orðrétt, með leyfi forseta: ,,Það verður að spyrjast fyrir um það þar``--- þ.e. hjá hæstv. dómsmrh. hvað gangi með flutning fjarvinnslustarfa til Ólafsjarðar.

Svarið höfum við fengið: Ef til vill hálft starf.