Flutningur á fjarvinnslustörfum út á land

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:40:49 (921)

2000-10-30 15:40:49# 126. lþ. 15.1 fundur 65#B flutningur á fjarvinnslustörfum út á land# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:40]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Hv. þm. telur sig nú hafa fengið svör við þessari fyrirspurn. Það er vissulega svo um þetta eina einstaka verkefni. En hann hefur ekkert spurt um önnur og það mál er enn þá í skoðun í dómsmrn. eins og öllum öðrum ráðuneytum. Það er að sjálfsögðu á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að bregðast við þeim byggðavanda sem því miður er staðreynd í þessu þjóðfélagi og væntanlega munum við sjá tillögur í þeim efnum fljótlega.