Tilkynningarskylda olíuskipa

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:43:31 (923)

2000-10-30 15:43:31# 126. lþ. 15.1 fundur 66#B tilkynningarskylda olíuskipa# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:43]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hv. þm. að það er afar mikilvægt að skýrar reglur séu um siglingaleiðir þeirra skipa sem flytja hættulegan varning. Þess vegna var það ágætistillaga sem flutt var á sínum tíma um að vinna að því á vettvangi ráðuneyta að koma þessum málum í betra lag. Af þessari nefnd er það að segja að hún er u.þ.b. að ljúka störfum. Ég hef nýlegar upplýsingar um það. Það er afskaplega vandasamt verkefni að leggja á ráðin um það hvernig skuli leggja línur um þær siglingaleiðir sem skip skuli fara sem flytja hættuleg efni þannig að það þarf að undirbúa vel og ég á von á því að alveg á næstunni muni liggja fyrir tillögur frá þessari nefnd í samgrn.