Svör við fyrirspurnum

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:57:43 (932)

2000-10-30 15:57:43# 126. lþ. 15.91 fundur 68#B svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:57]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það er einmitt mikilvægi umræðunnar sem ætti ævinlega að vera hv. alþm. ofarlega í huga. Nú virðist í gangi það sem ég vil kalla einhvers konar baktjaldamakk sem felst í því að taka eignir af sveitarfélögum fyrir vestan og horfa fram hjá því að leysa vanda félagslega íbúðalánakerfisins með almennum aðgerðum sem ganga mundu yfir alla. Ég hef grun um leysa eigi tiltekinn hluta þessa vanda með allt öðrum aðferðum og það eigi að taka inn í umræðurnar um verð á eignum þessara aðila og verðið ákveðið með öðrum hætti en eðlilegt getur talist.

Ég tel fulla ástæða til að fara í umræður um þessa hluti vegna þess að þeir hafa ekki verið uppi á borðunum. Menn passa hér að sýna ekki á spilin sín og hæla sér af því að þeir hafi ekki verið að segja neitt um þetta mál. Nær væri að menn legðu spilin á borðið og segðu nákvæmlega hvað þeir eru að hugsa þannig að eðlileg umræða geti farið fram. Ég held að þarna eigi að nota aðferðir sem ekki verði beitt varðandi önnur sveitarfélög sem eiga íbúðir í þessu félagslega kerfi og eru að sligast undan afleiðingum þess.