Svör við fyrirspurnum

Mánudaginn 30. október 2000, kl. 15:59:27 (933)

2000-10-30 15:59:27# 126. lþ. 15.91 fundur 68#B svör við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 126. lþ.

[15:59]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég ætla að forðast efnislega umræðu um þetta mál. Hv. þm. Jón Bjarnason lagði fram formlega fyrirspurn um málið og henni verður svarað eftir tvo daga. Ég átta mig ekki á ástæðum þess að hv. þm. kveður sér hljóðs til þess að taka upp mál sem ekki má tala um. Hann biður um að um það sé ekki talað. Þetta er að verða ein hringavitleysa sýnist mér.

Það eina sem ég vil segja er að það eru engin brögð í tafli. Hins vegar er unnið af ábyrgð í þessu máli og ég held að það sé full þörf á því.