Iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 13:35:25 (962)

2000-10-31 13:35:25# 126. lþ. 16.1 fundur 155. mál: #A iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna# beiðni um skýrslu frá viðskrh., Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[13:35]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil benda hv. þm. á að þeir eiga að biðja um orðið til þess að gera grein fyrir atkvæði sínu í upphafi atkvæðagreiðslu en ekki er ætlast til að almennar umræður hefjist undir þessum þingskapalið. (ÖJ: Þá er óskað eftir nafnakalli.) (SJS: Eru það bara ráðherrar sem mega ...) Ég vil að gefnu tilefni frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni segja að þingsköp ganga jafnt yfir alla, ráðherra, þingmenn stjórnarandstöðu og þingmenn sem ekki eru í stjórnarandstöðu. (SJS: Má ég þá klára frammíkallið? Er það bara ... hefja almennar umræður?) Hv. þm. fær ekki að klára frammíkallið. --- Óskað hefur verið eftir nafnakalli. Atkvæðagreiðslan fer fram með nafnakalli.