Iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 13:43:54 (966)

2000-10-31 13:43:54# 126. lþ. 16.1 fundur 155. mál: #A iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna# beiðni um skýrslu frá viðskrh., VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[13:43]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Efh.- og viðskn. fjallaði um þetta mál í sumar en því miður hefur ekki náðst samstaða um að ljúka umfjöllun nefndarinnar. Nú kemur fram þessi beiðni um skýrslu af hálfu ráðherrans. Ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við að þingið taki þetta mál fyrir frekar en ýmis önnur sem hér er fjallað um. En það sem mér finnst athugavert við þessa skýrslubeiðni er hinn langi listi af spurningum sem fjalla á um í skýrslunni. Mér finnst að margar þeirra séu alls ekki þingtækar og þess eðlis að það sé mjög ólíklegt að við þeim fáist svör. Þess vegna skil ég vel afstöðu hæstv. viðskrh. og ég sit hjá við atkvæðagreiðslu um þessa skýrslubeiðni.