Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 17:57:42 (1014)

2000-10-31 17:57:42# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[17:57]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Það kann að vera að árið 1968 hafi lesendabréfum í dagblöðunum fækkað eftir að menn hættu að breyta klukkunni. Það getur vel verið. Ég bara minnist þess ekki hvernig það var í blöðum á þessum tíma.

En aðeins aftur að því sem mér finnst megininntak í ræðu hv. 17. þm. Reykv., þ.e. áliti svefnrannsókna geðdeildar Landspítalans út í þessa meintu geðheilsu sem kann að versna við þetta að mati hv. þm. Hefur hv. þm. aldrei lent í því að fá hringingu erlendis frá frá vinum og vandamönnum sem hafa kannski hringt þegar þeir eru komnir á ról, en þá sefur hv. þm. værum blundi heima hjá sér? Hefur hv. þm. aldrei verið vakinn þannig?

Hefur hv. þm. aldrei hringt og áttað sig á því að við erum á svo vitlausum tíma miðað við næstu nágranna okkar, t.d. í Danmörku, að við höfum vakið kunningja okkar þegar við erum kannski bara að hringja á eðlilegum tíma hjá okkur klukkan níu að kvöldi?

Og hvaða áhrif hefur þetta á geðheilsu manna til eða frá, annars vegar ef hringt er í okkur og eins ef við klikkum á því að muna eftir tímanum úti og hringjum í vini og vandamenn og vekjum þá rétt þegar þeir eru búnir að festa svefn og sofna svo kannski ekki fyrr en tveimur, þremur tímum seinna þannig að út úr þessu kom bara smáblundur?