Ummæli formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:13:39 (1062)

2000-11-01 14:13:39# 126. lþ. 18.91 fundur 80#B ummæli formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:13]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Þetta gengur ekki. Hér var farið í umræðu utan dagskrár um stórpólitískt og alvarlegt þjóðfélagsmál, eins og fram hefur komið, þ.e. lokun framhaldsskólanna. Menn hafa sett sig á mælendaskrá og ekki hægt að lengja hana. Í einni af síðustu ræðunum kemur þingflokksformaður Sjálfstfl. og lýsir því yfir að í gær hafi verið bornar fram vitlausar spurningar sem sé ekki hægt að svara og í dag tekin upp umræða sem eigi ekki að taka fyrir hér í þinginu. Þegar þingmenn bregðast við þessum ummælum um leið og þeir geta, herra forseti, þegar settur hefur verið nýr fundur, þá slær forseti með dæmalausum hætti á þá umræðu. Það er sjálfsagt að bera fram þá spurningu sem hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson hefur borið fram til forseta. Ég ætlast til að forseti svari henni.