Ummæli formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:16:42 (1066)

2000-11-01 14:16:42# 126. lþ. 18.91 fundur 80#B ummæli formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:16]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan. Ég hef velt því fyrir mér hvaða tilgangi umræða af því tagi sem fram fór áðan, í upphrópunar- og upphlaupsstíl, þjónaði. Ég sagði ekki að það mætti ekki ræða þessi mál í þinginu. Það er alger mistúlkun á ummælum mínum og sýnir auðvitað ekki annað en að svo virðist vera sem sumir hér hafi málfrelsi en aðrir ekki.

Það er alveg augljóst hvaða ummæli það voru sem menn þoldu ekki. Stjórnarandstaðan þoldi ekki að því væri lýst yfir af minni hálfu að hún væri með lýðskrum.