Ummæli formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:20:58 (1070)

2000-11-01 14:20:58# 126. lþ. 18.91 fundur 80#B ummæli formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:20]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég held að það sé óhjákvæmilegt að taka fram að mjög margar fsp. liggja fyrir sem ekki hefur verið unnt að svara. Forseti varð við því, vegna þeirrar áherslu sem á það var lögð, að flýta umræðu utan dagskrár um kjaramál kennara. Forseti varð við því að sú umræða færi fram í dag þó svo dagskrá væri svo þröng sem raun ber vitni og þó svo að fyrir liggi að ekki yrði unnt að svara jafnmörgum fsp. og forseti hefði kosið í dag. Ég vonast því til þess að þessi umræða dragist ekki á langinn.