Flutningur á félagslegum verkefnum

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:39:03 (1081)

2000-11-01 14:39:03# 126. lþ. 18.2 fundur 139. mál: #A flutningur á félagslegum verkefnum# fsp. (til munnl.) frá forsrh., SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:39]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég vil fá að leggja orð í belg af því að ég hef verið formaður í þeim starfshópi sem er til umræðu. Það kom fljótlega í ljós við vinnu hópsins að þetta voru mjög viðamikil verkefni og raunar er verið að skoða verkaskiptinguna innan félmrn. og í heilbrn. Eins og forsrh. nefndi verður síðan ráðist í það að fara yfir verkaskiptingu ráðuneytanna. Fljótlega kom í ljós að þau verkefni sem starfshópnum voru ætluð voru svo viðamikil að varla var von til þess að hann mundi ljúka störfum án þess að það yrði þá stórkostleg vinna, þ.e. að ráðnir yrðu starfsmenn í fulla vinnu til að vinna verkið. Því má segja að nokkuð snemma hafi verið ljóst að ekki yrði unnt að ljúka því með öðrum hætti.