Flutningur á félagslegum verkefnum

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:42:34 (1083)

2000-11-01 14:42:34# 126. lþ. 18.2 fundur 139. mál: #A flutningur á félagslegum verkefnum# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:42]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Eins og ég gat um hafa forsendur í máli þessu breyst verulega frá því að það var fyrst opnað og sérstaklega breyst með þeim hætti að ríkisstjórnin hefur sjálf ákveðið að á sínum vettvangi skuli öll verkaskipti ráðuneyta tekin til endurskoðunar sem verður viðamikið verkefni. Mér þykir út af fyrir sig ekki eðlilegt að samhliða því verkefni muni sú nefnd sem hér hefur verið til umræðu starfa. Í því felst ekki að ég sé á þessu augnabliki hér og nú að kveða upp úr um það að þessi nefnd hafi þar með lokið störfum sínum. Ég vil að nefndin komi saman, fari yfir þessi mál og síðan fái ég álit frá nefndarmönnum um það á þessum vettvangi í ljósi þeirra orða sem ég þegar hef sagt hér.