Átak gegn fíkniefnaneyslu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 17:52:11 (1124)

2000-11-01 17:52:11# 126. lþ. 18.4 fundur 38. mál: #A átak gegn fíkniefnaneyslu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[17:52]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ef ég hef skilið hv. fyrirspyrjanda rétt, þá sagði hann að það hefði verið á mörkunum hjá Framsfl. að setja þetta mál á oddinn í kosningabaráttunni. Mér skildist að það væri á mörkunum að það væri siðlegt.

Ég spyr: Eiga talsmenn stjórnmálaflokka að tala bara um daginn og veginn í kosningabaráttunni eða um veðrið? Eiga menn ekki að setja sér takmörk? Eiga menn að vera svo hræddir við að setja sér takmörk, við að menn lendi í vondri umræðu eftir kosningar, að þeir tali bara um veðrið? Er það skoðun hv. þm.?

Við þurfum reyndar ekki að óttast umræðuna í þessu efni. Það hefur verið rakið hér. En ég er undrandi á ræðu hv. þm. sem hann flutti hér sem inngang að fsp. sinni, að það væri á mörkum þess að geta talist siðlegt að tala um þetta mikla vandamál þjóðfélagsins í kosningabaráttunni.