Átak gegn fíkniefnaneyslu

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 17:57:02 (1128)

2000-11-01 17:57:02# 126. lþ. 18.4 fundur 38. mál: #A átak gegn fíkniefnaneyslu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[17:57]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að vísa á bug orðum hv. þm. Svanfríðar Jónasdóttur um að hæstv. dómsmrh. hafi ekki beitt sér sem skyldi í þessum málum. Náðst hefur geysilegur árangur, sérstaklega í löggæslu og tollgæslu, í þessum málum á þessu ári. Skemmst er að minnast mikillar upptöku á e-pillum núna nýlega í Keflavík. Gríðarlegur árangur hefur náðst í þessum málum og það er náttúrlega unnið að því markvisst. Það er engin tilviljun að samvinna lögreglu, skóla og nemenda hefur aukist. Þetta er gert á markvissan hátt en ekki út í loftið.

Þannig að hv. ríkisstjórn leiðir þetta starf mjög farsællega. Enginn einn flokkur getur eignað sér þessi mál, það er alveg rétt eins og hér hefur komið fram.