Búsetuþróun

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 18:39:11 (1144)

2000-11-01 18:39:11# 126. lþ. 18.14 fundur 58. mál: #A búsetuþróun# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[18:39]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Nú síðustu missiri hefur orðið nokkur breyting á fólksflutningum en fleiri flytja nú út á land en til höfuðborgarsvæðisins.

Mig langar að taka á nokkrum atriðum. Í fjárlagafrv. er niðurgreiðsla á húshitun eða rafhitun 790 millj. kr. og mig langar til að beina því til hæstv. iðnrh. hvort ekki sé rétt að huga að jöfnun húshitunarkostnaðar á hinum svokölluðu dýru svæðum. Ég vil nefna það að jöfnun námskostnaðar er á fjárlögum 440 milljónir og er það hækkun um 81,7 milljónir. Það er mikilvægt að við sem búum á landsbyggðinni tölum á jákvætt um landsbyggðina. Þar er sem betur fer mikið og blómstrandi mannlíf og menningarlíf. Ég vil þá tilnefna sérstaklega störf tónlistarskólana og að með markvissum aðgerðum ríkisstjórnar og sveitarfélaga eru gerðir margir góðir hlutir.