Búsetuþróun

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 18:40:31 (1145)

2000-11-01 18:40:31# 126. lþ. 18.14 fundur 58. mál: #A búsetuþróun# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[18:40]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er til umræðu afar mikilvægt og alvarlegt mál. Það er vissulega rétt að nokkuð hefur hægt á búferlaflutningum til þéttbýlisins frá dreifbýlinu en þó ber að hafa í huga að skilgreining á dreifbýli er þar nokkuð villandi. Fólki hefur fjölgað á svæðinu umhverfis Reykjavík, hringurinn sem fólki fjölgar á umhverfis vesturhornið stækkar, en á öðrum svæðum fækkar fólki.

Ég held, herra forseti, að hér þurfi að grípa til raunverulegra aðgerða sem beri árangur. Ég spyr hæstv. iðnrh.: Eru engar beinar aðgerðir í gangi? Er verið að vinna að einhverjum markvissum aðgerðum sem einstaklingarnir geta fundið fyrir, t.d. í skattamálum einstaklinga og fyrirtækja? Það er hið sterka stýritæki sem ríkisvaldið hefur til að hafa áhrif á byggðamálin.