Kaup ríkisins á eignarhlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 18:56:55 (1152)

2000-11-01 18:56:55# 126. lþ. 18.15 fundur 95. mál: #A kaup ríkisins á eignarhlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[18:56]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það virðist augljóst að verið er að þvinga sveitarfélögin í þessu máli og algerlega öfugt farið að. Ef hugmyndin er að sveitarfélögin selji og vilji þau selja þessa eign til ríkisins þá hef ég svo sem ekkert við það að athuga. Því á hins vegar ekki að blanda saman við vandann í húsnæðiskerfinu. Auðvitað þarf að finna lausn á þeim vanda en ekki með því að fyrst séu þessi sveitarfélög látin greiða niður skuldir sínar og síðan verði tekið á því sem eftir stendur í tengslum við lausn á vanda annarra sveitarfélaga.

Mér finnst nauðsynlegt að heildarlausnin hvað varðar þessi íbúðamál og vandann í íbúðalánakerfinu liggi fyrir áður en menn fara að selja eignir sínar til að greiða þær skuldir. Það er öfug röð á hlutunum ef fyrst á að ganga í að láta sveitarfélögin selja og síðan að taka á málinu.