Loftferðir

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 14:46:12 (1251)

2000-11-02 14:46:12# 126. lþ. 19.4 fundur 56. mál: #A loftferðir# (leiðarflugsgjöld) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[14:46]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var ekki gott að skilja þessa ræðu heldur. En hv. þm. sagði að rammi yrði að vera utan um starfsemina sem út af fyrir sig má túlka þannig að hann hafi þá einhverja hugmynd um hvernig eigi að reka slíka starfsemi, þ.e. að búa þurfi um hana einhvern ramma og þá náttúrlega ekki þann ramma sem var þegar þetta var rekið sem nánast einokunarfyrirtæki og ekki þann ramma sem hann er að gagnrýna, þ.e. þegar fleiri fyrirtæki voru á markaðnum. Ég hlýt því að spyrja: Hvaða ramma er hv. þm. að tala um? Það gengur náttúrlega ekki að koma hér upp og æpa og góla án þess að færa nein rök fyrir máli sínu.

Í annan stað vil ég líka segja að farmiðaverð hefur aldrei verið hærra en núna þegar samkeppnin er ekki lengur við lýði. Í ljósi orða hv. þm. held ég að menn hljóti að geta dregið þá ályktun að hann hljóti að vera glaður í dag því að nú er samkeppnin, þessi ógurlega, fyrir bí að mestu og því hlýtur hv. þm. að vera einstaklega ánægður með núverandi fyrirkomulag. Ég verð bara að lýsa því yfir að ég botna ekki nokkurn skapaðan hlut í því sem hv. þm. sagði áðan, hvorki skil hugmyndina sem hann var með né nokkuð af því sem hann sagði.