Fjarskipti

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 16:52:05 (1284)

2000-11-02 16:52:05# 126. lþ. 19.6 fundur 159. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[16:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Nú er ég farinn að átta mig á misskilningnum hjá hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur því að hún segir að ég vilji nema á brott bann við því að fréttamenn noti segulband í hagræðingarskyni og sem vinnutæki, það er rétt. En síðan bætir hv. þm. því við að mér finnist eðlilegt að það sé hægt að nota þetta hvernig sem menn lysti. Það sagði ég aldrei. Þar kemur sitt hvað annað til, t.d. siðareglur blaðamanna. Og ef hv. þm. á erfitt með að skilja málflutning minn eða hvað fyrir mér vakir þá hvet ég þingmanninn til að vera viðstadda þegar áður boðað frv. mitt kemur hér til umræðu og þar mun ég að sjálfsögðu leiða fram ýmis rök og benda t.d. á rökstuðning sem komið hefur frá Blaðamannafélagi Íslands sem ég þykist tala hér nokkuð einum rómi með.