Fjarskipti

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 16:53:23 (1285)

2000-11-02 16:53:23# 126. lþ. 19.6 fundur 159. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[16:53]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þessi tillaga fullnægir algjörlega þeim kröfum sem Blaðamannafélag Íslands hefur sett fram. Það liggur alveg ljóst fyrir. Það er ekki verið að skerða athafnafrelsi blaðamanna á einn eða annan hátt með því að samþykkja þessa tillögu. Kannski liggur hundurinn þar grafinn í misskilningi okkar hv. þm. Ögmundar Jónassonar.

En ef mig misminnir ekki var hv. þm. vinstri grænna, Jón Bjarnason, meðmæltur breytingu í þessu formi hér síðla vetrar, þannig að eitthvað hefur breyst í ranni vinstri grænna. (ÖJ: Nei, nei, hver talar fyrir sig í þessu máli.)