Almannatryggingar

Fimmtudaginn 02. nóvember 2000, kl. 18:23:31 (1298)

2000-11-02 18:23:31# 126. lþ. 19.9 fundur 102. mál: #A almannatryggingar# (búsetuskilyrði örorkutryggingar) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 126. lþ.

[18:23]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu á fólk sem býr hér á landi rétt í almannatryggingakerfinu, það finnst mér mjög eðlilegt, en það sem ég átti við er að þegar og ef þær þúsundir Pólverja sem nú eru hér starfandi, eða þeir útlendingar sem hafa verið starfandi áður á Íslandi, flytja út, þá eru þeir með trygginguna hjá sér. Þeir eiga þessa tryggingu, þeir þurfa bara að búa Íslandi í hálft ár til að ná í hana. Það er það sem ég er að benda á. Þeir þurfa þó samkvæmt núgildandi lögum að búa hérna í þrjú ár til að ná í trygginguna. Og ef þeir geta flutt aftur út eftir hálft ár með lífeyrinn greiddan í hverjum mánuði til Póllands eða hvar sem þeir búa um allan heim, það er hættan sem ég sé.