Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 14:36:44 (1351)

2000-11-03 14:36:44# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[14:36]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil halda því fram að óánægjan með fyrirkomulagið sem tekið hefur verið upp sé ekkert í líkingu við það sem hv. þm. heldur fram. Ég held því fram að almenn ánægja sé með þetta kerfi þó það sé ekki talið gallalaust. Hv. þm. vitnaði hér til könnunar sem staðið var fyrir af hans hálfu eða þeirra hv. þm. sem hér hafa sig í frammi. Ég mun í síðari ræðu minni koma svolítið inn á þá könnun sem var satt að segja mjög sérkennilega unnin. Hún var t.d. ekki unnin samkvæmt heimild tölvunefndar. Ég held því að hv. þm. ættu ekki að nota hana sem aðalröksemdafærslu fyrir því að breyta þessu fyrirkomulagi.