Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 15:09:13 (1363)

2000-11-03 15:09:13# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég velti fyrir mér hvort hv. þm. Ögmundur Jónasson, eftir þessar ágætu ræður hans í dag, haldi því fram að öryggið eins og það var áður hafi verið miklu betra, að hver einasta veita hafi verið könnuð? Það hefur komið í ljós, m.a. í máli hv. þm. Gísla Einarssonar, að í marga tugi ára hafi vissar gamalveitur ekki verið skoðaðar, þó að Rafmagnseftirlit ríkisins hafi verið við lýði. Ég spyr því: Hvað er það sem hv. þm. Ögmundur Jónasson vill sjá í þessu málum annað en einhverja nefnd?