Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 15:09:55 (1364)

2000-11-03 15:09:55# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Ef ég flýg með flugvél vil ég vita að fagmenn hafi komið þar að verki. Ég vil líka vita að eftirlit hafi verið haft með þeirra vinnu og þannig tryggt að þar sé ekkert fúsk á ferðinni. Mér nægir ekki að vita að 20% flugvéla séu skoðaðar. Ég vil vita og hafa vissu fyrir því að sú flugvél sem ég flýg með hafi verið skoðuð.

Já, hv. þm., ég vil að allar nýveitur, allt íbúðarhúsnæði, allt verksmiðju- og atvinnuhúsnæði, sveitabæir, hesthús, að allt þetta sæti eftirliti og skoðun. Það vil ég að sé gert þannig að öryggi borgaranna sé í hvívetna borgið. Það vil ég að verði gert.