Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 15:11:08 (1365)

2000-11-03 15:11:08# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[15:11]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Já, með sama tali fer flugvélin með hv. þm. til Sovétríkjanna gömlu.

Eins og hann var að lýsa hér áðan, að það ætti að skoða hverja einustu veitu, þá er í raun verið að skoða hverja einustu veitu. Síðan er farið í úrtaksskoðanir. Það sem ég geri en hv. þm. Ögmundur Jónasson ekki, er að ég treysti þeim fagaðilum sem þar koma að verki. Þar er ákveðið innra öryggisstjórnunartæki, innan þeirra fyrirtækja. Það er þeirra að fylgjast með og auk þess er ábyrgð húseigenda aukin. Af hverju eigum við þá bara að taka raflagnirnar fyrir? Af hverju koma ekki hv. þm. með tillögu hér um að auka og bæta við eftirliti á hita- og kaldavatnslögnum? Af hverju ekki? Af hverju búum við ekki bara til eitt allsherjareftirlitsbatterí hérna?