Endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála

Föstudaginn 03. nóvember 2000, kl. 15:17:53 (1369)

2000-11-03 15:17:53# 126. lþ. 20.13 fundur 13. mál: #A endurskoðun á fyrirkomulagi rafmagnsöryggismála# þál., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Margt ágætt hefur komið hérna fram en mér finnst hv. þingmenn gleyma því sem tilheyrir húseigandanum. Ríkið reddar ekki öllu og eftirlitið af ríkisins hálfu. Það reddar einfaldlega ekki öllu. Ábyrgð húseiganda verður að vera til staðar hvort sem hann býr í nýju húsnæði eða gömlu. Enn hefur mér ekki verið svarað um vatnslagnirnar en það er í raun af minni hálfu meinalaust.

Ég vil ítreka að fræðsla til þeirra sem eiga sérstaklega gömul hús verði aukin. Ég vil að menn átti sig á ábyrgð þess að eiga gamalt. Menn verða einfaldlega að fylgjast með því sjálfir.