Félög og fyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfaþingi

Miðvikudaginn 08. nóvember 2000, kl. 14:07:23 (1433)

2000-11-08 14:07:23# 126. lþ. 21.4 fundur 141. mál: #A félög og fyrirtæki sem skráð eru á Verðbréfaþingi# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., viðskrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 126. lþ.

[14:07]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Furðuleg ástand, segir hv. þm. Ég skal taka undir að það er erfitt að framfylgja þessum takmörkunum. Ég hef látið koma fram opinberlega, m.a. nýlega í tengslum við opnun Verðbréfaþings okkar út á við með því að gerast aðilar að NOREX, að ég tel að íslenskt samfélag verði að fara í gegnum umræðu um hvernig þjóðarhagsmunum verði best varið og hvernig þeir verði best varðveittir á þessu sviði. Ég tel t.d. að nefnd sem er að störfum núna á vegum sjútvrh. og er að endurskoða fiskveiðilöggjöfina ætti að taka þetta mál fyrir. Ég geri mjög mikið með það sem atvinnugreinin sjálf, sjávarútvegurinn, segir í þessum efnum. Ég tel að það gæti orðið okkur sem vinnum að löggjöfinni til hjálpar að heyra álit sjávarútvegsins.

En svona er þetta í dag. Ég held að það sé ágætt að það komi hér fram á hv. Alþingi og þakka hv. þm. fyrir að eiga frumkvæði að því að þessi umræða hefur farið hér fram.