Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 11:21:05 (1466)

2000-11-09 11:21:05# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[11:21]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. félmrh. fór mjög málefnalega yfir það mikilvæga mál sem hér er á dagskrá. Hann vék m.a. að ábyrgð sveitarfélaganna við að ákvarða skatta og gjöld. Fulltrúar Sjálfstfl. hafa unnið af miklum heilindum að lausn þessara erfiðu mála. Hins vegar sá hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson sérstaka ástæðu til þess að vera með dylgjur í garð Sjálfstfl. og forsrh. hér áðan. Það er athyglisvert að það skuli gert með þessum hætti og sýnir málefnafátækt Samfylkingarinnar í þessu máli, að blanda forsrh. inn í umræðuna á þennan veg. Tækifærið er notað þegar hann er ekki við umræðuna.